Árásir Ísraelsmanna halda áfram

Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Líbanon.
Ekkert lát er á árásum Ísraelshers á Líbanon. AFP

Alls hafa 492 látist í loftárásum Ísraelshers á Líbanon að sögn heilbrigðisráðherra landsins. Ekkert lát er á árásum Ísraelsmanna og í nótt gerði herinn meðal annars árásir á vopnageymslur Hisbollah-samtakanna í suðurhluta Líbanon.

Tugþúsundir íbúa í suðurhluta Líbanon eru sagðir hafa flúið heimili sín eftir viðvaranir Ísraelshers í gær. Danile Hagri, talsmaður ísraelska hersins, hefur varað við frekari árásum og sagt að fólk í Líbanon hætti að forðast hugsanleg svæði sem tengjast Hisbollah-samtökunum.

Búið er að koma upp um 90 fjöldahjálparstöðvum í skólum og öðrum byggingum þar sem hægt verður að taka á móti allt að 26.000 manns. Hörð átök síðustu daga vekur ótta um að allherjarstríð geti brotist út en Bandaríkjamenn vinna hörðum í að koma í veg fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert