42 látnir í fjórum ríkjum

Talið er að tala látinna muni hækka næstu daga.
Talið er að tala látinna muni hækka næstu daga. AFP/Ricardo Arduengo

Að minnsta kosti 42 eru látnir í fjórum ríkjum í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Helena gekk þar á land.

Samkvæmt upplýsingum AP-fréttastofunnar hafa dauðsföll orðið í Flórída, Georgíu og Norður- og Suður-Karólínu. 

Talið er að tala látinna hækki næstu daga en viðbragðsaðilar hafa átt erfitt með að leita eftir fólki vegna flóða.

Víða hefur flætt inn í hús og þau eyðilagst.
Víða hefur flætt inn í hús og þau eyðilagst. AFP/Miguel J. Rodriguez

Fjögur milljón heimili rafmagnslaus

Fellibylurinn var fjórða stigs þegar hann náði landi í Flórída á fimmtudagskvöld. Vindhviður náðu allt að 60 metrum á sekúndum.

Yfir fjögur milljón heimili og fyrirtæki eru án rafmagns í Bandaríkjunum en óveðrið hefur slegið út rafmagnslínur víða.

Hægst hefur á fellibylnum en enn stafar þó töluverð hætta af honum. Hann er nú skilgreindur sem hitabeltisstormur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert