50 þúsund manns flúið til Sýrlands

Frá landamærum Sýrlands að Líbanon.
Frá landamærum Sýrlands að Líbanon. AFP

Filippo Grandi, yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, greindi frá því í dag að meira en 50 þúsund manns hefðu þegar flúið til Sýrlands eftir að árásir Ísraela á Líbanon stigmögnuðust.

„Fleiri en 50 þúsund Líbanar og Sýrlendingar sem bjuggu í Líbanon hafa nú flúið yfir landamærin til Sýrlands vegna loftárása Ísraela,“ tísti Grandi. 

AFP

Þá bætti hann við að yfir 200 þúsund manns séu á flótta í Líbanon. 

Heil­brigðisráðuneyti Líb­anon grein­ir frá því að 700 hafi látið lífið í árás­um Ísraelshers í þess­ari viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert