Stór lögregluaðgerð stendur yfir í Stokkhólmi, höfuðborg Svíþjóðar, eftir að tveir menn voru skotnir. Lögreglan leitar enn að sökudólgi.
Sænska ríkisútvarpið SVT greinir frá.
Skotárásin átti sér stað í Rissne í norðurhluta Stokkhólms og hafa hinir slösuðu verið fluttir á sjúkrahús. Lögreglan veitti ekki upplýsingar um líðan hinna slösuðu.
Lögreglan er búin að girða af stórt svæði og hefur ekki enn fundið sökudólginn.