Ísrael sendir herlið inn í Líbanon

Ísraelsher hefur varpað sprengjum á Beirút í kvöld.
Ísraelsher hefur varpað sprengjum á Beirút í kvöld. AFP

Ísraelsher hefur hafið innrás gegn Líbanon. Nú í kvöld sendi herinn herlið inn fyrir landamæri suðurhluta Líbanons. Segir herinn að aðgerðirnar beinist að ákveðnum skotmörkum, þorpum í suðurhluta landsins, nálægt landamærunum. 

Þá hefur Ísraelsher gert að minnsta kosti sex loftárásir í suðurhluta Beirút í Líbanon í kvöld.

Ísraelski herinn hefur hvatt íbúa sem búa á svæðum tengdum Hisbollah-samtökunum til að yfirgefa svæðin.

Greint var frá því í dag að ísraelskir sérsveitarmenn séu komnir inn í Suður-Líbanon þar sem þeir hafa gert atlögur að völdum skotmörkum á meðan liðsmenn Hisbollah-samtakanna eru taldir hafa takmarkaðan slagkraft eftir áföll síðustu vikna.

Þá gaf ísraelski varnarmálaráðherrann Yoav Gallant það sterklega til kynna að ísraelskir hermenn kæmu til með að láta til skarar skríða og ráðast inn í Líbanon.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert