Leiðtogi Hamas í Líbanon drepinn

Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á þorpið Zawtar í …
Reykur stígur upp eftir loftárás Ísraela á þorpið Zawtar í suðurhluta Líbanons. AFP/Rabih Daher

Hamas-samtökin segja að leiðtogi þeirra í Líbanon hafi verið drepinn í loftárás á suðurhluta landsins.

Fjölmiðlar greindu frá því að loftárás hefði verið gerð á flóttamannabúðir Palestínumanna á svæðinu.

„Fatah Sharif Abu al-Amine, leiðtogi Hamas….í Líbanon og einn af erlendum leiðtogum hreyfingarinnar,“ var drepinn í loftárás á „heimili í Al-Bass-búðunum í suðurhluta Líbanons“, sagði í tilkynningu Hamas.

Fram kom að eiginkona hans, sonur og dóttir hefðu verið drepin í „glæpsamlegri aftöku hryðjuverkamanna“.

Eyðilegging í suðurhluta Beirút í Líbanon í morgun eftir loftárás …
Eyðilegging í suðurhluta Beirút í Líbanon í morgun eftir loftárás Ísraela. AFP

Fréttastofa greindi frá loftárás á Al-Bass, skammt frá borginni Tyre og sagði að þetta hefði verið í fyrsta sinn sem ráðist hefði verið á búðirnar.

Tilkynning Hamas birtist klukkustundum eftir að Frelsisfylking Palestínu, PFLP, sagði að þrír úr henni hefðu verið drepnir í loftárás á héraðið Kola í Beirút í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert