Sat saklaus á dauðadeild í 46 ár

Iwao Hakamada sést hér ásamt systur sinni ræða við fjölmiðla …
Iwao Hakamada sést hér ásamt systur sinni ræða við fjölmiðla og stuðningsfólk sitt í gær. AFP

Karl­maður sem hef­ur setið á dauðadeild í japönsku fang­elsi ára­tug­um sam­an fagnaði í dag „full­komn­um sigri“ eft­ir að dóm­stóll í Jap­an sneri við dómi þar sem hann hafði verið dæmd­ur fyr­ir morð.

Maður­inn, hinn 88 ára gamli Iwao Hakamada, þakkaði öllu stuðnings­fólki sínu eft­ir að dóm­ur­inn var kveðinn upp á fimmtu­dag.

Hann hafði verið á dauðadeild­inni í 46 ár, en hann hlaut dóm fyr­ir að myrða fyrr­ver­andi yf­ir­mann sinn, eig­in­konu hans og tvö börn á ung­lings­aldri.

Beðið lengi eft­ir þess­ari stund

„Ég hef loks­ins unnið full­kom­inn sig­ur,“ sagði Hakamada við stuðnings­fólk sitt í gær í Shizouka, sem er hérað sem er suðvest­ur af höfuðborg­inni Tókýó, en þar var dóm­ur­inn kveðinn upp.

Hakamada brosti þegar hann sagði frá því að hann hefði ekki getað beðið leng­ur eft­ir því að heyra að hann væri sak­laus.

Syst­ir hans, sem er 91 árs göm­ul, stóð við hlið bróður síns í gær en sýnt var frá fund­in­um í japönsku sjón­varpi í gær.

Hakamada, sem er 88 ára gamall, dvaldi á bak við …
Hakamada, sem er 88 ára gam­all, dvaldi á bak við lás og slá í 46 ár. AFP

Fimmti fang­inn á dauðadeild sem fær dómi snúið við

Hakamada, sem var hne­fa­leikakappi á sín­um yngri árum, er fimmti fang­inn á dauðadeild sem fær mál sitt end­urupp­tekið eft­ir seinna stríð. Hin mál­in enduðu einnig með því að dóm­un­um var snúið við.

Fang­elsis­vist­in hef­ur tekið sinn toll á and­legri heilsu Hakamada, en hann var að mestu í ein­angr­un þar sem ákvörðun um af­töku vofði yfir hon­um.

Lög­menn hans og stuðnings­fólk segja að Hakamada búi í fant­asíu­heimi.

Hon­um var sleppt úr fang­elsi árið 2014 á meðan beðið var eft­ir því að málið væri tekið aft­ur upp á nýj­an leik. Hann hef­ur lítið tjáð sig op­in­ber­lega um málið.

AFP

Játn­ing feng­in fram með pynt­ing­um

Í um­fjöll­un AFP kem­ur fram að ákæru­valdið hafi frest til 10. októ­ber til að ákveða hvort áfrýja eigi niður­stöðunni. Það verður þó að telj­ast ólík­legt þar sem dóm­stóll­inn fór hörðum orðum um mál­flutn­ing ákæru­valds­ins í mál­inu. Dóm­ar­inn sagði að rann­sókn­ar­lög­reglu­menn hefðu að auki falsað mik­il­væg sönn­un­ar­gögn í mál­inu.

Dóm­stóll­inn seg­ir enn frem­ur, að játn­ing Hakamada á sín­um tíma hafi verið feng­in fram með harðræði við yf­ir­heyrsl­ur þar sem hann var pyntaður and­lega. Dóm­stóll­inn seg­ir að játn­ing­in hafi af þeim sök­um verið ógild.

Þá seg­ir dóm­stóll­inn að blóðug föt, sem voru notuð til að sak­fella Hakamada, hafi verið part­ur af leik­riti. Rann­sókn­ar­lög­reglu­menn eru sagðir hafa sett blóð á föt­in og komið þeim fyr­ir í tanki þar sem föt­in „fund­ust“ við rann­sókn máls­ins.

Þegar málið verður form­lega til lykta leitt þá get­ur Hakamada farið fram á miska­bæt­ur, eða sem nem­ur 200 millj­ón­um jena, sem sam­svar­ar um 190 millj­ón­um króna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert