Meina framkvæmdastjóra SÞ að ferðast til Ísraels

Antonio Guterres fordæmdi stigmögnun átakanna er flugskeytum rigndi yfir ísrael …
Antonio Guterres fordæmdi stigmögnun átakanna er flugskeytum rigndi yfir ísrael en minntist ekki á Íran því samhengi. Nú hefur honum verið meinað að fara til Ísraels. AFP/Fabrice Coffrini

Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur verið meinað að ferðast til Ísraels, meðal annars vegna viðbragða hans við loftárás Írans gegn Ísrael.

BBC greinir frá.

Israel Katz, utanríkisráðherra Ísraels, sagði í yfirlýsingu að Guterres væri nú óvelkominn til Ísraels og kornið sem fyllti mælinn er það að Guterres fordæmdi ekki beint Íran er klerkastjórnin skaut um 180 flugskeytum á Ísrael í gær.

Á enn eftir að fordæma fjöldamorðin“

„Sá sem getur ekki fordæmt með ótvíræðum hætti svívirðilega árás Írans á Ísrael, eins og nánast hvert einasta ríki heims hefur gert, á ekki skilið að stíga fæti inn á ísraelska grundu,“ skrifaði Katz í færslunni og hélt áfram:

„Þetta er framkvæmdastjóri sem á enn eftir að fordæma fjöldamorðin og kynferðislegu voðaverkin sem morðingjar Hamas frömdu 7. október og hefur heldur ekki sýnt neina viðleitni til að lýsa þau hryðjuverkasamtök.“

Fordæmdi stigmögnunina

Þegar Íran réðst á Ísrael þá skrifaði Guterres eftirfarandi á Twitter:

„Ég fordæmi stigmögnun átakanna í Miðausturlöndum sem hefur aukist stöðugt. Þessu verður að linna. Við þurfum algjörlega á vopnahléi að halda.“

Katz sagði að Guterres væri svartur blettur á sögu Sameinuðu þjóðanna þar sem hann hefði ekki fordæmt Hamas, Hisbollah, uppreisnarhóp Húta í Jemen né Írani.

„Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína og halda uppi þjóðarheiðri, með eða án Antonio Guterres.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert