Watson áfram í varðhaldi

Paul Watson utan við dómhúsið í Nuuk í dag.
Paul Watson utan við dómhúsið í Nuuk í dag. AFP

Héraðsdómur í Nuuk í Grænlandi hefur framlengt gæsluvarðhald yfir aðgerðasinnanum Paul Watson til 23. október.  Watson hefur kært úrskurðinn til landsréttar á Grænlandi.

Watson var handtekinn í Nuuk í júlí á grundvelli alþjóðlegrar handtökuskipunar sem alþjóðalögreglan Interpol gaf út að beiðni Japana. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan á meðan dönsk stjórnvöld hafa fjallað um framsalskröfu Japana.

Fram kom í réttinum í dag að rannsókn lögreglu í Grænlandi á máli Watsons sé lokið og málinu verði nú vísað til danska dómsmálaráðuneytisins. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir, að gæsluvarðhaldskrafan hafi verið lögð fram til að tryggja að Watson yrði til staðar þar til ákvörðun verði tekin um framsalskröfuna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert