Drápu þrjá leiðtoga Hamas í sumar

Rawhi Mushtaha (í miðjunni) árið 2021.
Rawhi Mushtaha (í miðjunni) árið 2021. AFP/Said Khatib

Ísraelsher segist hafa fyrir þremur mánuðum síðan drepið þrjá háttsetta leiðtoga Hamas-samtakanna í loftárás á Gasasvæðinu.

Þar hefur herinn barist við palestínska vígamenn í næstum því eitt ár.

Að sögn Ísraelshers féllu í árásinni þeir Rawhi Mushtaha, yfirmaður ríkisstjórnar Hamas á Gassvæðinu, Sameh al-Siraj, sem hafði umsjón með öryggismálum, og Sami Oudeh hershöfðingi.

Herinn sagði Mushtaha hafa verið „hægri hönd“ stjórnmálaleiðtoga Hamas, Yahya Sinwar.

Árið 2015 lýsti bandaríska utanríkisráðuneytið Mushtaha sem alþjóðlegum hryðjuverkamanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert