Íran tengist hugsanlega árásum við sendiráðin

Sænska lögreglan skammt frá staðnum þar sem sprengjurnar sprungu.
Sænska lögreglan skammt frá staðnum þar sem sprengjurnar sprungu. AFP/anders Wiklund

Sænska leyniþjónustan Sapo segir að Íran tengist hugsanlega sprengingum og byssuskotum nálægt sendiráðum Ísraels í Svíþjóð og Danmörku fyrr í vikunni.

Lögreglan í Danmörku handtók í gær þrjá sænska ríkisborgara eftir tvær sprengingar sem urðu skammt frá sendiráðinu í Kaupmannahöfn aðfaranótt miðvikudags, líklega eftir að handsprengjum var varpað.

Nokkur atriði

Á miðvikudag var skotárás jafnframt gerð við ísraelska sendiráðið í Stokkhólmi.

Spurður út í fregnir um tengsl við Íran sagði Fredrik Hallstrom, yfirmaður hjá Sapo: „Það eru nokkur atriði sem benda í þá áttina.“

Vísuðu ummælunum á bug

„Að hluta til vegna skotmarkanna og aðferðanna sem var beitt, en það er bara ágiskun frekar en full vitneskja,“ sagði hann.

Í maí sagði Sapo að Íran hefði ráðið liðsmenn sænskra glæpagengja til að fremja ofbeldisverk gegn Ísrael og öðrum skotmörkum í Svíþjóð. Írönsk stjórnvöld vísuðu ummælunum á bug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert