Olíuverð hækkaði eftir ummæli Bidens

Biden ræddi við blaðamenn áður en hann fór um borð …
Biden ræddi við blaðamenn áður en hann fór um borð í Marine One-þyrluna. AFP/Saul Loeb

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti kveðst hafa rætt við Ísra­ela um mögu­lega hefnd­arárás á ol­íu­innviði Írans. Verð á olíu hef­ur hækkað á alþjóðamörkuðum í kjöl­far um­mæl­anna.

Biden ræddi við blaðamenn fyr­ir utan Hvíta húsið í dag og þegar hann var spurður hvort hann styddi að Ísra­el­ar gerðu árás á ol­íu­innviði Írana sagði hann:

„Við erum að ræða það.”

Olíu­verð hækkaði um fimm pró­sent í kjöl­far um­mæl­anna.

Gæti haft nei­kvæð áhrif á fram­boð Harris

Íran skaut um 200 eld­flaug­um í átt að Ísra­el á þriðju­dag til þess að hefna fyr­ir drápið á Hass­an Nasrallah, leiðtoga líb­önsku His­bollah-hryðju­verka­sam­tak­anna.

Hækk­un olíu­verðs gæti haft nei­kvæð áhrif á Kamölu Harris, for­setafram­bjóðanda demó­krata og vara­for­seta Bidens, í kom­andi for­seta­kosn­ing­um 5. nóv­em­ber.

Staða efna­hags­mála, þá sér­stak­lega verðbólg­an, er það mál sem er kjós­end­um efst í huga í kom­andi kosn­ing­um.

Býst ekki við árás­um í dag

Biden kvaðst þó ekki bú­ast við nein­um aðgerðum frá Ísra­el í dag. Spurður af blaðamanni hvort að hann myndi „leyfa“ Ísra­el­um að ráðast í árás­ir sagði hann:

„Í fyrsta lagi, við „leyf­um ekki“ Ísra­el, við ráðleggj­um Ísra­el. Og það er ekk­ert að ger­ast í dag,“ svaraði Biden.

Biden sagði í gær að hann væri ekki fylgj­andi hugs­an­leg­um loft­árás­um Ísra­els­manna á skot­mörk þar sem Íran­ir stunda kjarn­orku­rann­sókn­ir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert