Hætta lífi sínu til að bjarga köttum

Sjálfboðaliðar hjá líbönsku samtökunum Animal Lebanon leggja líf sitt í hættu til að bjarga köttum sem hafa verið skildir eftir í Beirút, höfuðborg Líbanon.

Fjölmargir íbúar Beirút hafa flúið heimili sín vegna árása Ísraela á borgina.

Sjálfboðaliði hjá Animal Lebanon segir við fréttastofu AFP að dýrin finni fyrir kvíða og verði fyrir áfalli vegna stríðsins, eins og menn. Kettirnir sem samtökin hafa bjargað hafa margir hverjir  verið skjálfandi og ekki viljað borða.

Margir hafa flúið Beirút.
Margir hafa flúið Beirút. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka