Sláandi fjöldi barna grunað um hryðjuverk

Forstjóri MI5 segir málum í tengslum við hryðjuverkastarfsemi Íslamska ríkisins …
Forstjóri MI5 segir málum í tengslum við hryðjuverkastarfsemi Íslamska ríkisins hafa fjölgað um 48% á síðasta ári. AFP

Ken McCallum, forstjóri innanríkislögreglu Bretlands (MI5), segir sláandi fjölda barna grunaðan um hryðjuverk og segir fjölda grunaðra barna hafa þrefaldast á síðustu þremur árum.

McCallum segir 13% þeirra sem liggja undir grun vegna tengsla við hryðjuverkastarfsemi vera undir 18 ára aldri.

Hann kennir hugmyndafræði, sem telst langt til hægri, um hækkunina. Hann segir hugmyndafræðina ná til barna með því að dulbúa áróður með skondnum hætti.

Hann tilgreindi hugmyndafræðina ekki nánar og viðurkenndi að ekki væri sami háttur á öllu sem teldist langt til hægri.

Fjölgaði um 48%

Ken McCallum, forstjóri MI5.
Ken McCallum, forstjóri MI5. Ljósmynd/MI5

McCallum segir Íran, Íslamska ríkið og Rússland bera ábyrgð á fjölda ógna sem MI5 glími við. 

Hann segir málum í tengslum við hryðjuverkastarfsemi Íslamska ríkisins hafa fjölgað um 48% á síðasta ári og að á síðustu tveimur árum hafi MI5 brugðist við 20 mögulegum ógnum af hálfu Írans. 

Þá segir hann Rússa vinna skipulagt að því að hvetja til ringulreiðar innan Bretlands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert