Ungbarn lést er bátur sökk í Ermarsundinu

Franskir lögreglumenn við strönd í Norður-Frakklandi við Ermarsundið. Mynd úr …
Franskir lögreglumenn við strönd í Norður-Frakklandi við Ermarsundið. Mynd úr safni. AFP/Sameer Ai-Doumy

Ungbarn lést þegar yfirfullur bátur með flóttamenn á leið til Bretlands sökk í Ermarsundinu í gærkvöldi.

Báturinn var skammt frá franska bænum Wissant í Norður-Frakklandi þegar slysið varð.

Viðbragðsaðilum tókst að bjarga 65 en barnið fannst meðvitundarlaust og var úrskurðað látið.

Alls hafa nú 52 látið lífið í Ermarsundinu er þeir hafa reynt að komast yfir til Bretlands. 

Í síðasta mánuði fórust tólf er þeir reyndu að komast yfir til Bretlands, þar af voru sex börn. Fyrr í þessum mánuði fórust tveggja ára strákur og þrír fullorðnir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert