Múslimaklerkurinn Gulen er látinn

Fethullah Gulen árið 2013.
Fethullah Gulen árið 2013. AFP/Selahattin Sevi/Zaman Daily

Tyrk­neski múslimaklerk­ur­inn Fet­hullah Gulen, sem var bú­sett­ur í Banda­ríkj­un­um, er lát­inn.

Tyrk­nesk­ir fjöl­miðlar greindu frá þessu í morg­un.

Stjórn­völd í Tyrklandi segja að Gulen, sem var 83 ára, hafi verið heil­inn á bak við mis­heppnað vald­arán í land­inu árið 2016.

Gulen, sem leiddi hreyf­ing­una Hiz­met, var sakaður um að hafa stjórnað „hryðju­verka“-hóp sem reyndi að koma rík­is­stjórn Recep Tayyip Er­dog­an, for­seta Tyrk­lands, frá völd­um. Hann neitaði því harðlega.

Gulen hafði búið í Pennylvan­íu-ríki frá ár­inu 1999. Hann var svipt­ur tyrk­nesk­um rík­is­borg­ara­rétti árið 2017.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert