Svara hryðjuverki með loftárás

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP/Ozan Kose

Tyrk­nesk­ar her­sveit­ir hafa ráðist á staði tengda kúr­díska verka­lýðsflokkn­um (PKK) í kjöl­far sprengju­árás­ar sem átti sér stað fyr­ir utan fyr­ir­tæki í flug­véla- og varn­ar­málaiðnaði ná­lægt An­kara, höfuðborg Tyrk­lands, í dag. Árás­inni hef­ur verið lýst sem hryðju­verki.

Tyrk­nesk stjórn­völd segja PKK bera ábyrgð á árás­inni en þau hafa ekki geng­ist við henni.  

„Loft­árás var gerð gegn hryðju­verka­mönn­un­um í norður­hluta Íraks og Sýr­lands og tókst að drepa 32 hryðju­verka­menn,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu varn­ar­málaráðuneyt­is Tyrkjalands. 

PKK eru skil­greind sem hryðju­verka­sam­tök af tyrk­nesk­um stjórn­völd­um og Evr­ópu­sam­band­inu.

Fimm látn­ir og 22 særðir

Fimm lét­ust í árás­inni við An­kara og 22 særðust. Vara­for­seti Tyrk­lands, Cevdet Yilmaz, sagði að fjór­ir þeirra látnu væru starfs­menn fyr­ir­tæk­is­ins og sá fimmti leigu­bíl­stjóri. 

Sjö af þeim 22 sem særðust í árás­inni eru sér­sveit­ar­menn. 

Á mynd­bands­upp­tök­um má sjá tvo skjóta byss­um að inn­gangi fyr­ir­tæk­is­ins. Iðnaðarráðherra Tyrk­lands sagði að tveir árás­ar­mann­anna, einn karl og ein kona, hefðu verið drep­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert