Bandarískur skordýrafræðingur hefur í vísindagrein lýst tegund af algengu amerísku fiðrildi sem ekki hafi verið greind sérstaklega áður. Hefur hann gefið fiðrildinu nafnið Pterourus bjorkae til heiðurs Björk Guðmundsdóttur.
Um er að ræða svölufiðrildi, Tiger Swallowtail á ensku, sem er algengt í Norður-Ameríku. Í grein í The Taxonomic Report sem birt er á vef Nebraska-háskóla segir skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan að margir sérfræðingar hafi rannsakað þessi fiðrildi en hópar þeirra í norðausturhluta Bandaríkjanna hafi lítið verið skoðaðir.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.