Utanríkisráðherra N-Kóreu kominn til Rússlands

Vladimír Pútin Rússlandsforseti.
Vladimír Pútin Rússlandsforseti. AFP

Choe Son Hui, utanríkisháðherra Norður-Kóreu, kom í opinbera heimsókn til Rússlands í dag.

Bandaríkjamenn hafa fullyrt að Norður-Kóreumenn hafi sent þúsundir hermanna til æfinga í Rússlandi.

Talið er að hermennirnir muni veita rússneskum hersveitum í Kúrsk-héraði í Rússlandi liðsinni í náinni framtíð.

Pútín hefur neitað

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur neitað því að norðurkóreskir hermenn séu í landinu en hann og Kim Jon Un, leiðtogi Norður-Kóreu hittust á fundi í austurhluta Rússlands í síðasta mánuði.

Þá undirritaði Pútín gagnkvæman varnarsamning við Kim Jon Un í júní í sumar í fyrstu heimsókn sinni til Norður-Kóreu í 24 ár.

Rússneska sendiráðið í Norður-Kóreu segir að heimsókn utanríkisráðherrans sé komin til eftir að leiðtogar Rússlands og Norður-Kóreu samþykktu að efla stefnumótandi viðræður á fundi þeirra í júní.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert