Fánar dregnir í hálfa stöng

Fánar voru dregnir í hálfa stöng fyrir utan höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu í dag þar sem þeirra var minnst sem látist hafa í flóðunum á Spáni.

„Hugur okkar er hjá fórnarlömbum flóðanna á Spáni, fjölskyldum þeirra og björgunarsveitum,“ segir í færslu framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins á samfélagsmiðlinum X.

Roberta Metsola, forseti Evrópuþingsins, segir að Evrópa syrgi alla þá sem létu lífið í hörmulegum flóðum.

Staðfest hefur verið að 95 hafi farist í hamfaraflóðunum en tala látinna mun eflaust hækka til muna því enn er margra saknað.

Fánar voru dregnir í hálfa stöng fyrir utan höfuðstöðvar ESB …
Fánar voru dregnir í hálfa stöng fyrir utan höfuðstöðvar ESB í dag. Ljósmynd/X
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert