Standa með Rússum þar til sigur vinnst

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, …
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands og Choe Son Hui, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sjást hér fyrir miðri mynd í Moskvu. AFP

Norður-Kórea mun standa með Rúss­um þar til sig­ur vinnst í Úkraínu. Þetta seg­ir Choe Son Hui, ut­an­rík­is­ráðherra N-Kór­eu, sem er stadd­ur í Moskvu, höfuðborg Rúss­lands. 

Stjórn­völd í Banda­ríkj­un­um og víðar hafa varað við því að mörg þúsund norðurkór­esk­ir her­menn gætu verið send­ir til að berj­ast við hlið Rússa í Úkraínu á kom­andi dög­um. 

Yfir 10.000 manna herlið

Banda­rísk­ar leyniþjón­ustu­stofn­an­ir hafa sagt að nú þegar sé hluti herliðsins komið til Kúrsk-héraðsins í Rússlandi sem er við landa­mær­in að Úkraínu. Talið er að til standi að senda ríf­lega 10.000 norðurkór­eska her­mann á vett­vang. Yf­ir­völd í Washingt­on og í Suður-Kór­eu hafa hvatt Norður-Kór­eu­menn til að draga herliðið til baka. 

Þá sagði Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti sagði fyr­ir viku að leyniþjón­ust­ur Úkraínu teldu að Rúss­ar myndu senda her­sveit­ir skipaðar Norður-Kór­eu­mönn­um til bar­daga um helg­ina. Sagði Selenskí á sam­fé­lags­miðlum sín­um að þetta væri skýr stig­mögn­un átak­anna af hálfu Rússa, og að það skipti máli í ljósi þeirra fals­fregna sem borist hefðu af fundi BRICS-ríkj­anna í Kas­an í Rússlandi.

„Við mun­um ávallt standa þétt við hlið rúss­neskra fé­laga okk­ar þar til sig­ur vinnst,“ sagði Choe eft­ir að hafa átt fund með Ser­gei Lavr­ov, ut­an­rík­is­ráðherra Rúss­lands. 

„Heil­ög bar­átta“

Hún sagði að N-Kórea efaðist ekki um skyn­sam­lega for­ystu Vla­dimírs Pútíns Rúss­lands­for­seta, sem skrifaði und­ir tví­hliða samn­ing í sum­ar þar sem rík­in heita nán­ari sam­vinnu. 

Choe sagði að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu væri „heil­ög bar­átta“. 

Þá hét hún því að N-Kórea muni halda áfram að þróa kjarn­orku­vopn, en talið er að þarlend stjórn­völd vilji fá aðstoð Rússa á því sviði í staðinn fyr­ir hernaðarleg­an stuðning. 

Hafa ekki neitað frétt­un­um

Hvorki Rúss­ar né Norður-Kór­eu­menn hafa neitað frétt­um um flutn­ing á norðurkór­eska herliðinu, án þess þó að minn­ast á þessi tíðindi með bein­um hætti. 

Lavr­ov fagnaði aft­ur á móti „afar nán­um“ tengsl­um herliða og sér­sveita þjóðanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert