Stefna Norðmenn ríkinu vegna kórónuveirubólusetninga?

Í Noregi er hugsanlegt dómsmál í uppsiglingu vegna veikinda fólks …
Í Noregi er hugsanlegt dómsmál í uppsiglingu vegna veikinda fólks í kjölfar kórónuveirubólusetninga. Formaður kærunefndar heilbrigðismála telur slíkt mál geta orðið athyglisvert þótt engin endanleg niðurstaða muni fást vegna nýrra rannsókna sem sífellt eru framkvæmdar. AFP/Scott Olson

Í upp­sigl­ingu gæti verið dóms­mál um bæt­ur úr hendi norska rík­is­ins vegna veik­inda af völd­um kór­ónu­veiru­bólu­setn­inga meðan á heims­far­aldr­in­um stóð, en þrett­án millj­ón­um bólu­setn­ing­ar­skammta var sprautað í norsku þjóðina meðan far­ald­ur­inn geisaði.

Hafa Skaðatrygg­ing­ar sjúk­linga í Nor­egi, Norsk pasient­ska­deer­statn­ing, eða NPE, meðhöndlað alls 1.513 bóta­kröf­ur vegna veik­inda sem upp komu í kjöl­far bólu­setn­ing­anna og samþykkt bóta­greiðslur í 419 til­fell­um. Af þeim sem synjað var um bæt­ur úr rík­is­sjóði beindu 133 kvört­un­um þar að lút­andi til kær­u­nefnd­ar heil­brigðisþjón­ustu, Hel­sekla­ge eins og hún kall­ast í stuttu máli, sem féllst aðeins á að tveir 133 kvart­enda ættu bóta­rétt.

Hörg­ull á or­saka­sam­hengi

Seg­ir formaður nefnd­ar­inn­ar, Kjetil Gjøen, sem áður gegndi embætti héraðsdóm­ara, í sam­tali við norska rík­is­út­varpið NRK að í þeim mál­um, þar sem nefnd­in hafi synjað um bóta­rétt, hafi ekk­ert or­saka­sam­hengi reynst fyr­ir hendi milli bólu­setn­ing­ar og þeirra kvilla sem hrjáðu kvart­end­ur.

Magne Strand­berg, laga­pró­fess­or við Há­skól­ann í Ber­gen, tel­ur rétt að láta reyna á bóta­málið fyr­ir dómi.

„Já, það er al­gjör­lega tíma­bært,“ seg­ir pró­fess­or­inn við NRK, „sú mats­vinna sem slíkt mál krefst er ekki ein­föld. Hér er um réttaró­vissu að ræða sem dóm­stóll þyrfti að skera úr um. Helst þyrfti málið að ganga alla leið til Hæsta­rétt­ar svo ör­ugg niðurstaða fá­ist,“ seg­ir Strand­berg enn frem­ur.

Eng­inn end­an­leg­ur dóm­ur

Gjøen nefnd­ar­formaður fellst á sjón­ar­mið pró­fess­ors­ins og kveður at­hygl­is­vert að fá álit dóm­stóla á mál­inu. „Við mun­um ekki fá neinn end­an­leg­an dóm, hver svo sem niðurstaðan verður, þar sem nýj­ar rann­sókn­ar­skýrsl­ur eru lagðar fram í sí­fellu. Það sem er at­hygl­is­vert er að dóm­stóll leggi mat á sönn­un­ar­færslu í þess­um mál­um,“ seg­ir hann.

Inn­an stétt­ar ónæm­is­fræðinga rík­ir óein­ing um hvort bólu­setn­ing­arn­ar geti hafa or­sakað þau sjúk­dóms­ein­kenni sem fram koma hjá sum­um þiggj­end­um bólu­efn­anna sem þegar meðan á far­aldr­in­um stóð urðu mjög um­deild – jafn­vel grund­völl­ur fjölda sam­særis­kenn­inga. Svo ein þeirra sé nefnd gekk sú út á að all­ur far­ald­ur­inn hefði verið sett­ur á svið til að lækka meðal­ald­ur jarðarbúa með því að sprauta eldri borg­ara með eitruðum bólu­efn­um.

Hafi les­end­ur áhuga á að kynna sér fleiri sam­særis­kenn­ing­ar má lesa grein fjór­tán höf­unda sem birt­ist í greina­safni Al­menn­ings­bóka­safns um vís­indi, Pu­blic Li­brary of Science, í Banda­ríkj­un­um und­ir fyr­ir­sögn­inni Sögu­sagn­ir og sam­særis­kenn­ing­ar um COVID-19-bólu­setn­ing­ar: Þörf­in fyr­ir vits­muna­lega umræðu í stað rangra upp­lýs­inga svo efla megi til­trú á bólu­setn­ing­ar.

Um­deild skýrsla frá Ber­gen

Í haust lagði Ell­ing Ul­vestad, pró­fess­or í ónæm­is­fræði við Há­skól­ann í Ber­gen, fram skýrslu um málið að beiðni Hjúkr­un­ar­fræðinga­fé­lags Nor­egs og sagði við það tæki­færi í viðtali við NRK að þau þrjú bólu­efni sem notuð hefðu verið í Nor­egi gætu leitt til sjúk­dóma með ein­kenn­um á borð við síþreytu, vöðva­verki og minn­istap.

Skýrsla Ul­vestads sætti nokk­urri gagn­rýni í kjöl­far út­gáfu, meðal ann­ars vegna þess að höf­und­ur vísaði til óritrýndra rann­sókna. Vísaði pró­fess­or­inn þeirri gagn­rýni á bug, en engu að síður kaus kær­u­nefnd heil­brigðisþjón­ustu að virða verk hans að vett­ugi.

„Það er vegna þess að við höf­um aðrar mats­gerðir und­ir hönd­um sem segja aðra hluti, fyrst og fremst mat pró­fess­ors Gunn­veig­ar Grøde­land við Há­skól­ann í Ósló, sem kemst að ann­arri niður­stöðu hvað þetta varðar, seg­ir Gjøen nefnd­ar­formaður.

NRK

NRK-II (hjúkr­un­ar­fræðing­ur veikt­ist eft­ir bólu­setn­ingu)

NRK-III (skýrsla Ul­vestads gagn­rýnd)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert