Köstuðu leðju í Spánarkonung

Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur fékk óblíðar móttökur í Paiporta í dag.
Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur fékk óblíðar móttökur í Paiporta í dag. AFP

Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur, Let­izia drottn­ing og Pedro Sánchez forsætisráðherra fengu óblíðar móttökur hjá fólki þegar þau sóttu bæinn Paiporta í Valencia–héraði á Spáni heim i dag.

Bærinn varð illilega fyrir barðinu á hamfaraflóðunum sem riðu yfir fyrir fimm dögum en 213 hafa fundist látnir og þar af 210 í héraðinu.

Fólkið var reitt og lét gremju sína í ljós með því að kasta leðju í fyrirmennin og kölluðu þau morðingja. Reiði fólks virtist aðallega beinast að Sánchez og hæstráðanda í Valencia–héraði, Carlos Mazon.

„Mazon segðu af þér. Hversu mörg dauðsföll. Út,“ hrópuðu sumir. Lögreglan þurfti að umkringja kónginn til að halda aftur af reiðum mótmælendum.

Reiði hefur ríkt vegna skorts á viðvörunum og ófullnægjandi stuðnings frá yfirvöldum eftir hamfaraflóðin og í gær viðurkenndi forsætisráðherrann að viðbrögðin hefðu ekki verið góð.

„Mér er ljóst að viðbrögðin eru ekki næg, það eru vandamál og mikill skortur á mat og nauðsynjavörum. Bæir eru grafnir í leðju og örvæntingarfullt fólk leitar að ættingjum sínum,“ sagði Sánchez.“

Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur ræðir við fólk í Paiporta.
Fil­ipp­us Spán­ar­kon­ung­ur ræðir við fólk í Paiporta. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert