Kosningateymi Kamölu Harris, forsetaframbjóðanda demókrata, býr sig nú undir það að gera ráðstafanir ef Donald Trump, forsetaframbjóðandi repúblikana, lýsir yfir ótímabærum sigri í forsetakosningunum.
CNN greinir frá.
Hefur teymið verið að móta viðbrögð við niðurstöðunum en þau munu velta á hvað Trump gerir og hvenær.
Haft er eftir tveimur fulltrúum úr teymi Harris að teymið muni mæta Trump af hörku og krefjast svara fari hann að koma með ótímabærar fullyrðingar.
Harris mun flytja ræðu í nótt og var búist við að hún myndi í ræðu sinni tala um úrslitin og hvort þau lægju fyrir eða ekki.
Hefur teymi hennar hins vegar varað hana við því og sagt að enn gæti margt breyst.