Þinghúslögreglan í Washington handtók í dag mann sem lyktaði af eldsneyti, og bar öflugan kveikjara og blysbyssu, í móttöku þingsins fyrr í dag.
Maðurinn hafði einnig pappíra meðferðis sem hann kvaðst vilja afhenda þinginu.
Samkvæmt heimildum Washington Post var maðurinn um tvítugt og er hann talinn vera frá Michigan.
Maðurinn kom inn í bygginguna 20 mínútur yfir tólf að staðartíma og var handtekinn þegar hann fór í gegnum öryggisleitina í móttökunni. Hann var í frakka og með bakpoka.
„Það bendir ekkert til þess að þessi upp á koma hafi tengst kosningunum í dag,“ sagði J. Tomas Manger yfirlögregluþjónn
Lögreglan rannsakar atvikið.