Dómari í Pennsylvaníu-ríki hefur hafnað því að koma skuli í veg fyrir að auðjöfurinn Elon Musk geti gefið eina milljón dollara, eða um 142 milljónir króna, til skráðra kjósenda í sveifluríkjum í bandarísku forsetakosningum.
Yfirsaksóknari Fíladelfíu-borgar, Larry Krasner, höfðaði málið í síðustu viku og sagði Musk hafa búið til „ólöglegt lottósvindl“. Í kjölfarið kvað dómari upp þann úrskurð að Musk skyldi mæta í dómsalinn. Þrátt fyrir það lét Musk ekki sjá sig.