Vance búinn að greiða atkvæði

J.D. Vance er varaforsetaefni Donald Trump.
J.D. Vance er varaforsetaefni Donald Trump. AFP

J.D.Vance, varaforsetaefni repúblikana í bandarísku forsetakosningunum, er búinn að greiða atkvæði í bandarísku forsetakosningunum. Gerði hann það í Cincinnati en Vance er öldungardeildarþingmaður frá Ohio.

„Ég kaus að sjálfsögðu Donald Trump og sjálfan mig. Eiginkonan gerði það líka,“ sagði Vance eftir að hann hafði greitt atkvæði.

„Mér líður vel. Maður veit ekki hvað muni gerast en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Vance við fréttamenn.

Á sama tíma hefur lítið farið fyrir þeim Kamölu Harris og Donald Trump.

Trump hefur hins vegar gefið það út að hann muni stýra kvöldverði með klúbbmeðlimum og velgjörðarmönnum Mar-a-Lago golfklúbbsins sem er í eigu Trumps í Flórída.

Eftir það hyggst Trump fara í ráðstefnusal á Palm Beach þar sem haldið verður kosningapartý.

Kamala Harris hefur hins vegar eingöngu tilkynnt um að hún muni halda kosningavöku á „The Yard“ sem staðsett er á háskólasvæði Howard-háskóla í Washington.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert