Kjósendur í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna framlengdu eða festu í lög réttinn til þungunarrofs en atkvæðagreiðslur þess efnis fóru samhliða forsetakosningunum í Bandaríkjunum.
Í Arizona, Colorado og Maryland greiddu kjósendur atkvæði sitt með stuðningi við rétt til þungunarrofs en í Flórída var það fellt. Enn á eftir að birta niðurstöður nokkurra annarra ríkja.
Árið 2022 komst hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að stjórnarskráin tryggði ekki rétt til þungunarrofs. Þar af leiðandi var það ríkjanna að ákveða hvernig löggjöf í málaflokknum ætti að verða.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, sagði í kosningabaráttunni að hann myndi ekki banna þungunarrof á landsvísu heldur leyfa hverju og einu ríki að ákveða löggjöfina eins og það er nú þegar. Kamala Harris talaði fyrir því að að lögfesta ætti aðgengi að þungunarrofi á landsvísu.