Demókratinn Bernie Sanders heldur sæti sínu sem annar öldungadeildarþingmaður Vermont-ríkis. Hann hafði betur gegn repúblikanum Gerald Malloy.
AP-fréttastofan greinir frá.
Sanders, sem er 83 ára gamall, hefur þegar setið þrjú kjörtímabil sem öldungardeildarþingmaður og tryggir sér nú sex ár í sætinu til viðbótar.
Þá hafði repúblikaninn Jim Justice betur gegn demókratanum Glenn Elliott í baráttunni um öldungadeildarþingsæti fyrir Vestur-Virginíu. Tekur hann sæti demókratans Joe Manchin sem er að setjast í helgan stein.
Justice hefur gegnt embætti ríkisstjóra Vestur-Virginíu frá árinu 2017.