Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, þykir líklegur til að setjast að nýju á stól forseta í Hvíta húsinu.
Þetta er mat sérfræðinga New York Times.
Benda þeir á forskot sem Trump nýtur í þeim sveifluríkjum sem skipa bláa vegginn svokallaða: Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin.
Til sigurs þá þurfi Harris að vinna í öllum þremur. Þó enn séu mörg atkvæði ótalin þá sé Trump enn með greinilegt forskot.