Trump kominn með 294 kjörmenn

Samsett mynd af Trump og Harris.
Samsett mynd af Trump og Harris. AFP/David Becker/Angela Weiss

Repúblikaninn Donald Trump er kominn með 294 kjörmenn eftir forsetakosningarnar í gær á meðan andstæðingur hans Kamala Harris er með 223 kjörmenn.

Trump tryggði sér sigurinn í kosningunum eftir að hann náði 270 kjörmönnum.

Bandarískir fjölmiðlar hafa lýst Trump sem sigurvegara í meira en helmingi ríkjanna 50, þar á meðal sveifluríkjunum Georgíu, Pennsylvaníu, Michigan og Wisconsin, en þau kusu öll demókrata í síðustu kosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka