Úkraína geti tapað stríðinu með skyndilausnum

Úkraína eykur nú þrýsting sinn á bandamenn sína um að …
Úkraína eykur nú þrýsting sinn á bandamenn sína um að auka stuðning við baráttu þeirra gegn Rússum í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum. AFP

Volodimír Selenskí segir með öllu óásættanlegt að Evrópa geri málamiðlanir við Rússa til að stöðva innrás þeirra í Úkraínu. 

Rússar hafa farið fram á að vesturlönd hefji samningsviðræður til að enda stríðið. 

Úkraína eykur nú þrýsting á bandamenn sína um að auka stuðning við baráttu þeirra gegn Rússum í kjölfar sigurs Donald Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í vikunni, sem hefur skapað óvissu um framtíðaraðstoð Bandaríkjanna við Úkraínumenn.

Rússar segja það grunnforsendu friðarðviðræðna að Úkraína afsali sér meira …
Rússar segja það grunnforsendu friðarðviðræðna að Úkraína afsali sér meira landsvæði. AFP

Geta ekki unnið stríðið án Bandaríkjanna

Trump hefur stært sig af því að geta endað átökin á aðeins nokkrum klukkustundum og hefur sett út á fjárhags- og vopnaaðstoð Bandaríkjanna við Úkraínu.

Hefur Selenskí hvatt til varkárni er kemur að slíkum fullyrðingum og segir skjótar lausnir geti tapað Úkraínustríðinu. Hefur forsetinn áður sagt að án stuðnings Bandaríkjanna muni Úkraína tapa stríðinu.

Í viðtali í kvöld kvaðst tilvonandi Bandaríkjaforsetinn búast við því að ræða við Vladimír Pútín en Pútín kvaðst einnig tilbúinn til að ræða við Trump í dag.

Pútín hefur krafist þess að Úkraína afsali sér meira landsvæði í austur- og suðurhluta landsins og sagt það algjöra grunnforsendu fyrir friðarviðræðum. Kíev hefur margsinnis ítrekað að afsal lands komi ekki til greina í skiptum fyrir frið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka