Danska lögreglan stendur á gati

Danski fáninn blaktir við hún við danska fjármálaráðuneytið, þriðjudaginn 16. …
Danski fáninn blaktir við hún við danska fjármálaráðuneytið, þriðjudaginn 16. apríl, í reykjarmekki frá Børsen-eldsvoðanum. AFP

Enn er óljós orsök eldsvoðans mikla, sem braust út í Børsen-byggingunni í Kaupmannahöfn í apríl.

Þetta er niðurstaða rannsóknar lögreglu, sem hefur samt sem áður útilokað glæpsamlegt athæfi þennan dag, 16. apríl.

Helmingur byggingarinnar, sem er frá 17. öld, eyðilagðist og 54 metra há turnspíran féll til jarðar eftir að eldur braust út undir þaki byggingarinnar árla morguns.

Ein elsta og þekktasta byggingin

Í næstum sjö mánuði hefur lögreglan rannsakað eldsupptökin með tæknilegu mati, skoðað upptökur eftirlitsmyndavéla og tekið skýrslur af vitnum. Ekkert hefur þó hjálpað henni að öðlast innsýn í orsök brunans, að því er segir í tilkynningu frá embættinu í dag.

Børsen er ein elsta og þekktasta bygging Kaupmannahafnar og hýsti danska viðskiptaráðið auk mikils safns listaverka.

Nokkur hundruð listaverkum var enda bjargað undan eldinum.

Það var svo í lok september sem Friðrik Danakonungur vígði endurbyggingu Børsen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert