Gabbard verði yfirmaður leyniþjónustunnar

Gabbard bauð sig fram í forvali demókrata í forsetakosningunum 2019.
Gabbard bauð sig fram í forvali demókrata í forsetakosningunum 2019. AFP/Alex Edelman

Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur skipað þingkonuna Tulsi Gabbard sem yfirmann leyniþjónustu Bandaríkjanna þegar hann tekur við forsetastólnum í janúar.

Gabbard var þingmaður demókrata áður en hún gekk til liðs við repúblikana og gaf kost á sér í forvali demókrata í forsetakosningunum árið 2019.

Gabbard hefur greint frá andstöðu sinni við hernaðarstuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og var um tíma nefnd sem mögulegt varaforsetaefni Trumps í nýafstöðnum kosningum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka