Kalla eftir frekari afsögnum innan kirkjunnar

Justin Welby, erkibiskupinn af Kantaraborg, sagði af sér í gær.
Justin Welby, erkibiskupinn af Kantaraborg, sagði af sér í gær. AFP/Andrew Milligan

Fórnarlömb barnaníðingsins John Smyths kalla eftir frekari afsögnum innan ensku biskupakirkjunnar, en Justin Welby, erkibiskupinn af Kantaraborg tilkynnti um afsögn sína í gær, eftir birtingu svartrar skýrslu um yfirhylmingu brota níðingsins, af hálfu kirkjunnar. BBC greinir frá.

Þar sem fjallað var um aðkomu kirkj­unn­ar að mál­um Smyths seg­ir að Wel­by gat og hefði átt að til­kynna um brot­in til yf­ir­valda þegar hann var upp­lýst­ur um at­vik árið 2013.

Þrýst var á erkibiskupinn að segja af sér, bæði innan kirkjunnar og af almenningi með undirskriftarsöfnun sem um 14 þúsund manns skrifuðu undir. Welby sagði í yfirlýsingu að með afsögn sinni tæki hann ábyrgð á sínu aðgerðarleysi og að kirkjan tæki ákalli um breytt vinnubrögð alvarlega.

Leiðtogar ósammála um frekari afsagnir

Leiðtogar kirkjunnar áttu svo í dag fund með fórnarlömbum barnaníðingsins, en mörgum úr þeirra hópi finnst afsögn Welby ekki duga til. Leiðtogar kirkjunnar eru hins vegar ekki sammála um það hvort fleiri biskupar ættu að segja af sér.

Julie Conalty, biskupinn af Birkenhead, er ein þeirra sem segir að hugsanlega sé tilefni til þess að fleiri biskupar segi af sér vegna málsins. Í viðtali við BBC í dag sagði hún jafnframt að hún gæti ekki ábyrgst að misnotkun viðgengist ekki enn þá innan kirkjunnar. Engin stofnun gæti verið örugg í þeim efnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert