Tíu nýburar létu lífið eftir að eldur kviknaði á nýburadeild indversks sjúkrahúss í gær. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá súrefnisvél.
Eldurinn kviknaði um klukkan 22:30 að staðartíma í gær á Maharani Lakshmibai-sjúkrahúsinu í borginni Jhansi, sem er um 450 kílómetra suður af Nýju Delí, höfuðborg Indlands.
Sextán nýburum var bjargað, en þeir voru allir í læknimeðferð er eldurinn kviknaði.
Fyrr á þessu ári létust sex nýburar í eldsvoða á barnaspítala í Nýju Delí.