Grunaðir um að kasta blysum að heimili Netanjahús

Frá heimili Netanjahús í Caesarea–borg í morgun.
Frá heimili Netanjahús í Caesarea–borg í morgun. AFP/Jack Guez

Ísraelska lögreglan handtók þrjá eftir að tvö blys lentu nærri heimili Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels, í Caesarea–borg.

Í yfirlýsingu frá lögreglu sagði að leyniþjónustan Shin Bet myndi yfirheyra einstaklingana í samvinnu við lögreglu.

Þá sagði að dómsúrskurður bannaði alla umfjöllun um atvikið og upplýsingar um hina handteknu í 30 daga.

Mikill viðbúnaður varð í kjölfarið.
Mikill viðbúnaður varð í kjölfarið. AFP/Jack Guez

Tvö blys lentu nærri heimili forsætisráðherrans seint í gærkvöldi. Leyniþjónustan sagði að um „alvarlegt atvik“ hafi verið að ræða, en Netanjahú var ekki heima við.

Amir Ohana þingforseti sakaði mótmælendur gegn stjórnvöldum fyrir að hafa staðið á bak við atvikið.

Ronen Bar, forstjóri Shin Bet, sagði atvikið fjarri því að vera lögleg mótmæli.

„Við munum ekki sætta okkur við ofbeldisverk gegn ríkisstjórninni. Hvert mál verður rannsakað af fullri hörku,“ sagði Bar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert