Kínverjar lofa að vinna með Trump

Xi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Xi Jinping, forseti Kína, og Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP/Saul Loeb

Xi Jinping, forseti Kína, lofaði á síðasta fundi sínum með Joe Biden, fráfarandi Bandaríkjaforseta,  að vinna með Donald Trump eftir að Trump tekur við embætti. Þetta kom fram á blaðamannafundi eftir síðasta Jinpoing með núverandi forseta Bandaríkjanna, Joe Biden.

Leiðtogarnir hittust í gær eftir samstarfsfund á vettvangi APEC í Perú. Báðir lögðu leiðtogarnir áherslu á að minnka spennu á alþjóðavettvangi. 

Sérfræðingar óttast óstöðugleika í samskiptum Bandaríkjanna og Kína eftir að Trump snýr aftur til valda en hann hefur lofað að hækka tolla á innflutning frá Kína.

Hefur Trump lofað að settur verði allt að 60% tollur á allan innflutning frá Kína. Þá hefur hann skipað í embætti í ríkisstjórn sinni fólk sem hefur áður tjáð sig um nauðsyn þess að tolla kínverskan innflutning.

Kínverska veiran 

Samskiptin þjóðanna versnuðu til muna þegar fyrrverandi forsetinn sagði Covid-19 veiruna „kínversku veiruna“ á meðan á heimsfaraldrinum stóð.

„Kína er tilbúið að vinna með nýjum stjórnvöldum í Bandaríkjunum,“ segir Xi.

„Þjóðir okkar tvær mega ekki leyfa samkeppni þeirra á milli leysa átök úr læðingi. Það er okkar ábyrgð og á síðustu fjórum árum tel ég að við höfum sannað að það er mögulegt að viðhalda góðu sambandi þjóðanna,“ segir Biden.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert