Skotinn til bana af lögreglu vegna hótana

Atvikið átti sér stað í Villeneuve-Saint-Georges-úthverfinu í París.
Atvikið átti sér stað í Villeneuve-Saint-Georges-úthverfinu í París. AFP/Ian Langsdon

Ölvaður maður var skotinn til bana af frönskum lögreglumanni í úthverfi Parísar í morgun eftir að hann hótaði lögreglunni og kallaði „Guð er mikill“ á arabísku.

Samkvæmt heimildum AFP-fréttaveitunnar veifaði maðurinn leikfangabyssu og var „mjög ölvaður“. 

Maðurinn var þrítugur.
Maðurinn var þrítugur. AFP

Tilkynning barst lögreglu um vopnaðan mann sem barði á hurð í Villeneuve-Saint-Georges-úthverfinu um sexleytið í morgun að staðartíma. 

Maðurinn hótaði lögreglu með því að „beina byssunni og kalla „Guð er mikill““.

Lögreglumaður skaut þá manninn sem lést af sárum sínum. 

Samkvæmt heimildum AFP hleypti lögreglumaðurinn af þremur skotum. Eitt skotanna hæfði manninn. Atvikið náðist á búkmyndavél lögreglu. 

Maðurinn var þrítugur og er málið nú til rannsóknar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert