Að minnsta kosti 11 eru látnir og 63 særðir eftir flugskeytaárás Rússa á íbúðahverfi í borginni Sumy í Úkraínu.
Olena Selenska, forsetafrú Úkraínu, fordæmdi árásina á samfélagsmiðlinum X. „Þetta er áfall, ekki bara fyrir Úkraínumenn heldur fyrir mannúðina eins og hún leggur sig,“ sagði hún og nefndi að þetta væri líka áfall fyrir þá sem trúðu því að hægt væri að stöðva Rússa með samningaviðræðum í stað vopna, að því er BBC greindi frá.
Rússar skutu niður 59 úkraínska dróna í nótt og flest voru þeir yfir svæðum við landamærin, að sögn rússneska varnarmálaráðuneytisins. Það sagði að með því að skjóta drónana niður hefði verið komið í veg fyrir hryðjuverk Úkraínumanna.