Skólum lokað í Beirút

Kona gengur fram hjá lokuðum skóla í Beirút í morgun.
Kona gengur fram hjá lokuðum skóla í Beirút í morgun. AFP/Anwar Amro

Skólum var lokað í Beirút í morgun eftir að sex voru drepnir í flugskeytaárásum Ísraela á líbönsku höfuðborgina í gær, þar á meðal talsmaður Hisbollah-samtakanna.

Flugskeytum var skotið á þéttbýl svæði miðsvæðis í Beirút.

Að sögn heilbrigðisráðuneytis Líbanons voru sex drepnir, þar á meðal Mohammed Afif, talsmaður Hisbollah.

Fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín borðar morgunmat …
Fólk sem hefur þurft að yfirgefa heimili sín borðar morgunmat á skólalóð í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons í gær. AFP/Mahmoud Zayyat

Stríðið hefur haft mikil áhrif á börn og ungt fólk í Líbanon þar sem skólum víðs vegar um landið hefur verið breytt í skjól fyrir þá sem hafa misst heimilin sín.

Ísraelar hófu hernað gegn Líbanon seint í september, næstum ári eftir að stríðið á Gasasvæðinu hófst í kjölfar árásar Hamas á Ísrael 7. október í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert