Biður um reynslulausn 13 árum eftir fjöldamorðið

Anders Behring Breivik (fremst til vinstri) í janúar árið 2022 …
Anders Behring Breivik (fremst til vinstri) í janúar árið 2022 við hliðina á lögmanni sínum, Øystein Storrvik. AFP/Ole Berg-Rusen/NTB

Fjölda­morðing­inn And­ers Behring Brei­vik, sem drap 77 manns í Nor­egi í tveim­ur árás­um árið 2011, mun í dag óska eft­ir reynslu­lausn í annað sinn. Bú­ist er við því að hún verði ekki veitt.

Sam­kvæmt norsk­um lög­um get­ur Brei­vik, sem er 45 ára, sótt um reynslu­lausn úr fang­elsi einu sinni á ári eft­ir að hafa afplánað tíu ár af fang­els­is­dómn­um sem hann hlaut.

Fyrri beiðni hafnað árið 2022

Fyrstu beiðni hans um reynslu­lausn var hafnað í janú­ar árið 2022 og sagði dóm­stóll­inn að „aug­ljós hætta“ væri á því að hann myndi end­ur­taka hegðun sína sem leiddi til árás­anna 22. júlí 2011.

„Hann ætl­ar að biðja um reynslu­lausn, en það er ekk­ert sér­lega lík­legt að hún fá­ist,“ sagði lögmaður hans, Oy­stein Storrvik við AFP áður en þriggja daga rétt­ar­höld hefjast í dag.

Mun ávarpa dóm­stól­inn

Brei­vik mun sjálf­ur ávarpa dóm­stól­inn, en rétt­ar­höld­in fara fram í íþrótta­sal Rin­gerike-fang­els­is­ins, af ör­ygg­is­ástæðum.

Hann hef­ur áður notað tæki­færið og lýst yfir öfga­full­um skoðunum sín­um.

Beiðni Anders Behring Breivik um reynslulausn var hafnað fyrir tveimur …
Beiðni And­ers Behring Brei­vik um reynslu­lausn var hafnað fyr­ir tveim­ur árum. AFP

„Við vilj­um að dóm­stóll­inn íhugi mál hans, hann hef­ur rétt til þess að…ná fram­förum og búa við betri aðstæður, til að hann geti átt ein­hvers kon­ar framtíð,“ bætti Storrvik við.

Brei­vik var árið 2012 dæmd­ur í 21 árs fang­elsi, sem var þyngsti dóm­ur­inn sem hann gat fengið. Hægt er að fram­lengja dóm­inn á meðan hann telst vera ógn við sam­fé­lagið.

Brei­vik hef­ur ekki fengið að eiga sam­skipti við aðra fanga síðastliðin 12 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka