Hulda saksóknari: „Tökum þetta ekki til greina“

Hulda Olsen Karlsdóttir, héraðssaksóknari í Ósló, segir ekki koma til …
Hulda Olsen Karlsdóttir, héraðssaksóknari í Ósló, segir ekki koma til greina af hálfu ákæruvaldsins að Anders Behring Breivik hljóti reynslulausn. „Ákæruvaldið er á einu máli um það að við tökum þetta ekki til greina,“ segir Hulda við mbl.is. Ákæruvaldið telur stórhættu á að Breivik brjóti af sér á ný auk þess sem honum sé í lófa lagið að hafa áhrif á aðra. Ljósmynd/Aðsend

„And­ers Behring Brei­vik sótti um reynslu­lausn öðru sinni 10. júní 2023 og það er sú um­sókn sem héraðsdóm­ur hef­ur haft til meðhöndl­un­ar þessa vik­una,“ seg­ir Hulda Ol­sen Karls­dótt­ir, héraðssak­sókn­ari í Ósló, í sam­tali við mbl.is um aðra til­raun norska fjölda­morðingj­ans And­ers Behrings Brei­viks til að öðlast frelsi. Hulda flyt­ur mál norska rík­is­ins gegn Brei­vik og hyggst hafa um­sókn hans að engu.

Brei­vik geld­ur nú háa skuld sína við guð og menn í fang­els­inu í Rin­gerike í aust­ur­hluta Buskerud-fylk­is, norðvest­ur af Ósló. Reynslu­lausn­ar­mál hans er því flutt fyr­ir Héraðsdómi Rin­gerike, Asker og Bær­um.

Ekki eru ýkj­ur að segja að sak­born­ing­ur­inn, ef til vill hataðasti maður frá því Norðmenn muna sína til­veru, sitji af sér þyngstu sekt í sögu lands­ins, því annað eins brot þekk­ir norsk þjóðarsál varla síðan landráðamaður­inn og varn­ar­málaráðherr­ann Vidk­un Abra­ham Lauritz Jonssøn Quisl­ing gerðist helsti bandamaður Ad­olfs Hitlers í Nor­egi við inn­rás Þjóðverja hinn ör­laga­ríka dag 9. apríl 1940.

Skot­inn í höfuðið

Norsk þjóð fyr­ir­gaf Quisl­ing aldrei landráð hans. Ráðherra Hitlers var tal­inn lang­an veg hand­an fyr­ir­gefn­ing­ar eða betr­un­ar, enda fékk hann ekki að sitja af sér eitt eða neitt eins og Brei­vik nú. Í síðustu lög­legu af­töku á veg­um norska rík­is­ins, 24. októ­ber 1945, var Quisl­ing stillt upp fyr­ir fram­an af­töku­sveit við múra Akers­hus-virk­is­ins í hjarta Ósló­ar sem blas­ir við frá fjölda veit­ingastaða á hinni fjöl­sóttu Aker-bryggju.

Stund­vís­lega klukk­an 02:40 aðfaranótt þess dags hæfðu all­ar kúl­ur af­töku­sveit­ar­inn­ar hvíta papp­írs­örk sem fest hafði verið hon­um í hjart­astað sem skot­mark áður en formaður sveit­ar­inn­ar gekk að Quisl­ing þar sem hann lá ör­end­ur og skaut hann náðarskot­inu tákn­ræna í höfuðið með skamm­byssu. Norsk þjóð var end­an­lega laus við mann sem eldri Norðmenn minn­ast enn með hatri og óbeit.

Breivik ásamt lögmanni sínum Øystein Storrvik (til hægri) og lögmanninum …
Brei­vik ásamt lög­manni sín­um Øystein Storrvik (til hægri) og lög­mann­in­um Marte Lind­holm. Mynd­in er frá eldra þing­haldi í máli fjölda­morðingj­ans. AFP/​Cornelius Poppe

Nú eru hins veg­ar aðrir tím­ar

Les­end­um til upp­rifj­un­ar hlaut Brei­vik á sín­um tíma 21 árs dóm und­ir norska réttar­farsúr­ræðinu for­var­ing með tíu ára lág­marks­tíma. Eins og mbl.is hef­ur fjallað um áður leysti for­var­ing, sem tákn­ar bók­staf­lega varðveislu, ævi­langt fang­elsi af hólmi þegar sú refs­ing vék í fjölda Evr­ópu­landa fyr­ir mann­rétt­ind­a­straum­um sem fylgdu meðal ann­ars samþykkt mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu á sín­um tíma.

Eitt­hvert úrræði þurfti þó að lög­spek­inga yf­ir­sýn til að læsa svo háska­lega stór­glæpa­menn inni að sam­fé­lagið vill helst aldrei sjá þá meðal fólks á ný. Af því sprett­ur for­var­ing sem tákn­ar í raun að þótt dæmdi hafi setið inni 21 ár eða afplánað leng­ur en lág­marks­tím­inn seg­ir til um – sá tími sem hann skal sitja hið minnsta – er dóm­ara heim­ilt, án þess að ný ákæra sé gef­in út, enda mæli geðfróðir menn með, að fram­lengja refsi­vist saka­manns um nokk­urra ára tíma­bil í einu sem jafn­vel get­ur varað alla ævi hins brot­lega.

Hulda héraðssak­sókn­ari, ís­lensk kona úr Hafnar­f­irði sem hef­ur rætt Brei­vik og mál hans áður við Morg­un­blaðið og mbl.is, seg­ir ör­ygg­is­mál kveikj­una að því að öðru sinni fari dómþingið fram í fang­els­inu sjálfu, í íþrótta­saln­um þar. Ekki sé óhætt að flytja Brei­vik út af stofn­un­inni. Hér má lesa viðtal Morg­un­blaðsins við Huldu frá 3. fe­brú­ar 2022.

Með „Z“ rakað í hárið

„Eins og 2022 [þegar Brei­vik sótti hið fyrra sinni að norska rík­inu um reynslu­lausn] ligg­ur sú spurn­ing nú fyr­ir rétt­in­um hvort ein­hverj­ar þær breyt­ing­ar hafi átt sér stað, síðan dóm­ur­inn féll árið 2012, sem gefi okk­ur til kynna að nú sé síður lík­legt að Brei­vik muni á ný fremja al­var­leg of­beld­is­brot,“ út­skýr­ir Hulda.

Þjóðar­at­hygli vakti í Nor­egi þegar fjöl­miðlar sýndu mynd­skeið af því er Brei­vik og Hulda tók­ust í hend­ur við upp­haf aðalmeðferðar og fang­inn hafði rakað bók­staf­inn „Z“ í stutt­klippt hár sitt beggja vegna höfuðs, tákn sem að sögn Lars Helle, stjórn­mála­skýr­anda norska dag­blaðsins Dag­bla­det, sýndi að norski fjölda­morðing­inn styddi inn­rás Rússa í Úkraínu. Við gríp­um niður í viðtali Dag­bla­det við Helle:

„Já, hann hef­ur rakað bók­staf­inn Z á höfuð sér og það teng­ist líka því sem kom frá plakat­inu sem hann sýndi við rétt­ar­höld­in,“ seg­ir Helle og vís­ar til plaggs sem Brei­vik bar og sást í út­send­ingu norskra fjöl­miðla frá rétt­ar­höld­un­um.

„Fljót­lega eft­ir inn­rás Rússa í Úkraínu 2022 tók að bera á bók­stafn­um Z hjá þeim sem studdu inn­rás­ina og það sem [Brei­vik] reyn­ir að koma á fram­færi með þess­ari und­ar­legu klipp­ingu er sá stuðning­ur,“ seg­ir Helle.

Teng­ist ímynd­un­ar­heimi

Aðspurður seg­ir hann áróður Brei­viks tengj­ast þeim ímynd­un­ar­heimi (n. fantasi­ver­d­en) sem fjölda­morðing­inn lifi í. „Ég myndi nú bara kalla þetta rugl en þetta teng­ist engu að síður stórat­b­urðum sem við upp­lif­um nú í heim­in­um, ekki síst í tengsl­um við stríðið í Úkraínu,“ seg­ir Helle og við gef­um Huldu sak­sókn­ara orðið á ný.

Á fyrsta degi réttarhaldanna um reynslulausn árið 2022 heilsaði Breivik …
Á fyrsta degi rétt­ar­hald­anna um reynslu­lausn árið 2022 heilsaði Brei­vik að hætti fas­ista og bar áróður á spjaldi. Við þing­haldið nú hafði hann rakað bók­staf­inn „Z“ beggja vegna á höfuð sér til að sýna stuðning sinn við inn­rás Rússa í Úkraínu. AFP

„Brei­vik hef­ur árum sam­an haldið því fram að hann heyi sína póli­tísku bar­áttu, en að hann sé þó ekki leng­ur hermaður henn­ar [n. milit­ant],“ seg­ir Hulda en viðtalið fer fram á norsku. Sak­sókn­ari hef­ur alið nán­ast all­an sinn ald­ur í Nor­egi. „Því hef­ur hann líka haldið fram núna í vik­unni sem leið fyr­ir dómi – hann hef­ur lofað því að hann muni ein­göngu nota friðsam­leg­ar boðskiptaaðferðir verði hann lát­inn laus til reynslu,“ seg­ir Hulda.

Þetta seg­ir hún sak­sókn­ara­embættið ekki telja nægi­legt. „Sam­fé­lagið get­ur ekki treyst lof­orðum hans. Við met­um stöðuna þannig að ekk­ert sem nöfn­um tjá­ir að nefna hafi breyst hjá hon­um, lík­urn­ar á því að hann láti aft­ur til skar­ar skríða eru jafn mikl­ar nú og [við rétt­ar­höld­in] 2012,“ seg­ir Hulda.

Áhrif­in sem hann get­ur haft á aðra

Áfram held­ur héraðssak­sókn­ar­inn ís­lenski og seg­ir mat á hug­ar­ástandi Brei­viks ein­fald­lega gefa það til kynna að hann standi við sína hug­mynda­fræði og skoðanir. „Hegðun hans ber enn þá vott um frá­vik og þegar við leggj­um þetta sam­an er enn stór­hætta á því að hann grípi til of­beld­is á ný,“ seg­ir Hulda.

Hún út­skýr­ir það áhættumat sem ákæru­valdið styðst við í mál­inu. Áhættumat sér­fræðinga á sviði geðlækn­is­fræði. „Það sem veg­ur þyngst þar – og þetta er byggt á nýj­um upp­lýs­ing­um – eru þau áhrif sem Brei­vik get­ur haft á aðra,“ seg­ir Hulda og not­ar norska orðið „radikaliser­ing“, það sama sem haft er um það þegar íslamsk­ir öfga­menn sann­færa ungt eða annað áhrifa­gjarnt fólk um að snú­ast á sveif með þeim.

Breivik er líkast til sá maður sem mesta óbeit hefur …
Brei­vik er lík­ast til sá maður sem mesta óbeit hef­ur vakið með þjóð sinni síðan landráðamaður­inn Vidk­un Abra­ham Lauritz Jonssøn Quisl­ing var uppi í síðari heims­styrj­öld­inni, helsti bandamaður nas­ista í inn­rás þeirra 1940 sem stillt var upp fyr­ir fram­an af­töku­sveit í októ­ber 1945 og varð fáum lönd­um sín­um harmdauði. AFP

Að fengn­um þess­um niður­stöðum hafi sér­fræðing­arn­ir mælt með því við refsi­vörslu­kerfið að það líti fyrst og fremst til þess­ara mögu­legu áhrifa Brei­viks.

„Ákæru­valdið er á einu máli um það að við tök­um þetta ekki til greina. Við reikn­um með dómi í mál­inu fyrstu vik­una í des­em­ber,“ seg­ir Hulda Ol­sen Karls­dótt­ir, héraðssak­sókn­ari í Ósló, að lok­um í sam­tali við mbl.is um aðra til­raun And­ers Behrings Brei­viks fjölda­morðingja til að hljóta reynslu­lausn.

Dag­bla­det (Hammer­fest vill ekki sjá Brei­vik)

NRK (iðrast Brei­vik?)

VG (Hulda: „Eng­inn í Nor­egi hef­ur brotið eins hrotta­lega af sér“)

Netta­visen (verj­and­inn seg­ir sál­fræðing van­hæf­an vegna nýs kær­asta)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert