Réttarhöld þurfi að breyta samskiptum kynjanna

Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn í dag.
Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn í dag. AFP/Christophe Simon

Rétt­ar­höld­in í Frakklandi yfir manni sem er ákærður fyr­ir að hafa leyft tug­um ókunn­ugra manna að nauðga fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni, sem hann hafði byrlað ólyfjan, hafa skekið franskt sam­fé­lag og þau verða að breyta í grund­vall­ar­atriðum sam­skipt­um karla og kvenna, að sögn sak­sókn­ara í mál­inu.

„Þessi rétt­ar­höld eru að hrista upp í okk­ar sam­fé­lagi og í sam­bönd­um okk­ar hvert við annað, í nán­ustu sam­bönd­un­um á milli fólks,“ sagði Jean-Franco­is Mayet sak­sókn­ari í dómsaln­um í borg­inni Avignon í morg­un.

Franskur mótmælandi heldur á skilti þar sem á stendur: „Nauðgari=Morðingi
Fransk­ur mót­mæl­andi held­ur á skilti þar sem á stend­ur: „Nauðgari=Morðingi" í mót­mæl­um til stuðnings Gisele Pelicot. AFP/​Christophe Simon

Hann sagði rétt­ar­höld­in fá franskt sam­fé­lag til að leit­ast við að „skilja þarf­ir okk­ar, til­finn­ing­ar okk­ar, lang­an­ir okk­ar og um­fram allt að taka þetta með í reikn­ing­inn hjá öðrum.“

Hann sagði að í húfi væri „ekki sak­fell­ing eða sýknu­dóm­ur“ held­ur „grund­vall­ar­breyt­ing í sam­skipt­um á milli karla og kvenna.“

Alls er 51 karl­maður fyr­ir rétti í mál­inu, þar á meðal Dom­in­ique Pelicot, fyrr­ver­andi eig­inmaður fórn­ar­lambs­ins Gisele Pelicot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert