Réttarhöld þurfi að breyta samskiptum kynjanna

Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn í dag.
Gisele Pelicot yfirgefur dómsalinn í dag. AFP/Christophe Simon

Réttarhöldin í Frakklandi yfir manni sem er ákærður fyrir að hafa leyft tugum ókunnugra manna að nauðga fyrrverandi eiginkonu sinni, sem hann hafði byrlað ólyfjan, hafa skekið franskt samfélag og þau verða að breyta í grundvallaratriðum samskiptum karla og kvenna, að sögn saksóknara í málinu.

„Þessi réttarhöld eru að hrista upp í okkar samfélagi og í samböndum okkar hvert við annað, í nánustu samböndunum á milli fólks,“ sagði Jean-Francois Mayet saksóknari í dómsalnum í borginni Avignon í morgun.

Franskur mótmælandi heldur á skilti þar sem á stendur: „Nauðgari=Morðingi
Franskur mótmælandi heldur á skilti þar sem á stendur: „Nauðgari=Morðingi" í mótmælum til stuðnings Gisele Pelicot. AFP/Christophe Simon

Hann sagði réttarhöldin fá franskt samfélag til að leitast við að „skilja þarfir okkar, tilfinningar okkar, langanir okkar og umfram allt að taka þetta með í reikninginn hjá öðrum.“

Hann sagði að í húfi væri „ekki sakfelling eða sýknudómur“ heldur „grundvallarbreyting í samskiptum á milli karla og kvenna.“

Alls er 51 karlmaður fyrir rétti í málinu, þar á meðal Dominique Pelicot, fyrrverandi eiginmaður fórnarlambsins Gisele Pelicot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka