Vilja 20 ára dóm í frönsku nauðgunarmáli

Gisele Pelicot, fyrrverandi eiginkona mannsins sem er einn þeirra sem …
Gisele Pelicot, fyrrverandi eiginkona mannsins sem er einn þeirra sem er ákærður í málinu, á leið í dómsalinn. AFP/Christopher Simon

Sak­sókn­ar­ar í máli manns sem er sakaður um að hafa leyft tug­um ókunn­ugra manna að nauðga þáver­andi eig­in­konu sinni eft­ir að hann byrlaði henni ólyfjan, hafa farið fram á há­marks­dóm yfir hon­um, eða 20 ár.

„Tutt­ugu ár er mikið, vegna þess að 20 ár af líf­inu…en það er bæði mikið og of lítið. Það er of lítið ef horft er til al­var­leika glæp­anna sem voru framd­ir og end­ur­tekn­ir,“ sagði sak­sókn­ar­inn Laure Chabaud í dómsaln­um. 

Rétt­ar­höld yfir mann­in­um, Dom­in­ique Pelicot, og 50 öðrum mönn­um sem sakaðir eru um að hafa tekið þátt í of­beld­inu hafa staðið yfir frá því í byrj­un sept­em­ber. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert