„Mun ekki leysa vandamál Bandaríkjanna“

Kínverjar segja að hótun Donalds Trumps, verðandi Bandaríkjaforseta, um að leggja nýja tolla á kínverskar vörur muni ekki leysa vandamál landsins, en Trump kenndi Kína og fleiri löndum um faraldurinn í Bandaríkjunum vegna notkunar fentanýls.

Fjöldi fólks hefur látist í Bandaríkjunum vegna fetanýls. Lyfið er 50 sinnum kröftugri en heróín og mun auðveldara og ódýrara er að framleiða það.

Bandarísk stjórnvöld hafa lengi sakað Kínverja um að mistakast við að stemma stigu við framleiðslu efna sem eru oftast flutt til Mexíkó þar sem fentanýl er búið til úr þeim. Þaðan er það flutt til Bandaríkjanna.

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna. AFP

Trump hótaði fyrr í vikunni að leggja 10 prósenta aukatoll á vörur frá Kína og sagði þá ekki gera nóg til að stöðva flæði fentanýls til Bandaríkjanna.

„Eiga að hlíta reglum WTO“

„Að leggja tolla á viðskiptafélaga mun ekki leysa vandamál Bandaríkjanna,“ sagði talsmaður kínverska viðskiparáðuneytisins, spurður út í málið.

„Bandaríkin eiga að hlíta reglum WTO (Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar) og starfa með Kína þar sem gagnkvæm virðing er til staðar, friður og samstarf sem gagnast báðum til að viðhalda stöðugu og áframhaldandi efnahags- og viðskiptasambandi Kína og Bandaríkjanna,“ sagði He Yadong.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert