Aldrei meira eytt á netinu á svörtum föstudegi

Svartur föstudagur í verslunarmiðstöð í Arlington í Virginíu í Bandaríkjunum.
Svartur föstudagur í verslunarmiðstöð í Arlington í Virginíu í Bandaríkjunum. AFP/Roberto Schmidt

Bandarískir neytendur eyddu 10,8 milljörðum dollara, eða því sem nemur 1.492 milljörðum króna, í tilboð á netinu á svörtum föstudegi. 

Notuðu margir gervigreind til þess að finna bestu verðin, að sögn Adobe Analytics.

Netumferð á síðum sem nota gervigreind til þess að hjálpa neytendum að finna bestu verðin jókst um 1.800% frá því í fyrra.

Alls var salan 10,2% meiri en á svörtum föstudegi í fyrra. Mest var keypt af leikföngum, skartgripum, heimilistækjum og raftækjum, snyrtivörum og fötum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert