Trudeau heimsótti Trump í Flórída

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórída í dag.
Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórída í dag. AFP/Chandan Khanna

Donald Trump segir að óvæntur fundur með Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, í Flórídaríki í Bandaríkjunum í dag hafi verið „mjög árangursríkur“.

Trump hótaði í vikunni að leggja sér­staka tolla á inn­flutt­ar vör­ur frá Mexí­kó, Kan­ada og Kína.

Í kjölfar fundarins við forsætisráðherrann kanadíska sagði Trump á eigin samfélagsmiðli, Truth Social, að hann hafi átt „mjög afkastamikinn fund með Justin Trudeau forsætisráðherra“.

Þeir hafi rætt málefni á borð við „fentanýl- og eiturlyfjavandann sem hefur kostað svo mörg mannslíf í kjölfar aðflutnings ólöglegra innflytjenda.“

Hann bætti við: „Trudeau forsætisráðherra hefur skuldbundið sig til að vinna með okkur til að binda enda á þessa skelfilegu eyðileggingu bandarískra fjölskyldna.“

25% tollar á nágrannaþjóðirnar

Trump hefur kennt Kanada og Mexíkó um að hafa ekki stemmt stigu við straumi ólöglegra innflytjenda og hann kennir þeim og Kína um fíkniefnavandann í Bandaríkjunum.

Tilkynnti hann í vikunni að hann ætli sér að setja 25% toll á innflutning frá Kanada og Mexíkó og 10% toll á innflutning frá Kína, ef þjóðirnar myndu ekki taka á fíkniefna- og fólksflutningavandanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert