Maður hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa staðið að baki skotárás í Tiniteqilaaq, sem er á austurströnd Grænlands.
Danska ríkisútvarpið, DR, greinir frá og vísar í tilkynningu frá grænlensku lögreglunni.
Tveir slösuðust í skotárásinni og er ekki vitað um líðan þeirra en lögreglunni barst tilkynning um skotárásina klukkan 6.42 að staðartíma í morgun.
Íbúar á svæðinu voru áður beðnir um að halda sig innandyra, slökkva ljósin og hylja gluggana en um 100 manns búa í Tiniteqilaaq.