Weinstein lagður inn á sjúkrahús

Harvey Weinstein í maí síðastliðnum.
Harvey Weinstein í maí síðastliðnum. AFP/Julia Nikhinson

Kvik­mynda­fram­leiðand­inn fyrr­ver­andi og kyn­ferðis­brotamaður­inn Har­vey Wein­stein var lagður inn á sjúkra­hús í gær.

Imr­an Ans­ari, lögmaður Wein­stein, sagði AFP seint í gær­kvöldi að skjól­stæðing­ur sinn hefði verið flutt­ur á sjúkra­hús í New York vegna „neyðarmeðferðar sök­um hættu­legr­ar niður­stöðu úr blóðprufu sem krefst meðhöndl­un­ar lækna með hraði“.

Wein­stein verður áfram á sjúkra­húsi „þangað til ástand hans verður stöðugt“, bætti hann við.

Banda­rísk­ir fjöl­miðlar sögðu frá því í októ­ber að Wein­stein hefði verið greind­ur með bein­mergskrabba­mein.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert